>>>>>>>>>>>>

Olíur

Eru vélum, gírkössum, sjálfskiptingum og drifum „lífsnauðsynlegar“. Olía þarf að vera af réttri gerð og í réttu magni svo allt virki sem vera ber. KvikkFix býður olíur frá gæðaframleiðandanum North Sea Lubricants í Hollandi sem framleiðir olíur með hæsta mögulega gæðastaðli.

Olíurnar hafa samþykki / viðurkenningu frá frægustu bílasmiðum heims svo sem: Mercedes Benz – BMW – Volksagen/Audi/Skoda/Porsche – Renault – Volvo – Scania – MAN – Mack o.fl. Ef þessir framleiðendur skrifa upp á að olían sé góð þá er okkur óhætt! Þannig tryggir KvikkFix að ábyrgð bílsins haldist.

 K
F
0
panta tíma